Kunnáttan

Fjölbreyttur og samstilltur hópur sem sér stóru myndina

28
Kolibringar
16
+
12
konur + karlar
100%
eigenda hafa unnið hjá Kolibri
1:2
hlutfall hönnuða og forritara
150+
verkefni unnin
31
verðlaun fyrir verkefni
Leynihráefnið

Einstök nálgun

Kolibri býður fulla þjónustu í stafrænni hönnun og þróun. Við getum leitt og komið að öllum þáttum stafrænna verkefna. En það er nálgun okkar á vinnuna sem gerir það eftirsótt að vinna með okkur. Hverju getur þú búist við í samstarfi við Kolibri?

Kraftmikið samstarf

Við vinnum með þér en ekki fyrir þig

Við vinnum náið með okkar viðskiptavinum allan tímann og væntum þess að þau taki virkan þátt, vinni í sínu baklandi og eigi stöðugt samtal við okkur.

Frumkvæði og drifkraftur

Við sitjum ekki og bíðum eftir verkbeiðnum. Þegar við tökum að okkur verkefni þá setjum við skýr markmið, göngum í hlutina og keyrum þá áfram, saman.

Opin og heiðarleg samskipti

Þegar við vinnum stafræn verkefni er allt uppi á borðum. Við byggjum upp traust frá fyrsta degi og segjum alltaf hlutina eins og þeir eru.

Við göngum lengra 
fyrir þig

Við brennum fyrir þinni starfsemi og markmiðum

Við erum ekki bara nördar í forritun, hönnun og stafrænni nýsköpun heldur sökkvum við okkur í starfsemina þína og lærum stöðugt um hana til að geta hjálpað þér betur.

Við fáum notendur í lið með þér

Sama hversu góð lausnin er, þá eru breytingar á starfsumhverfi alltaf krefjandi. Við hjálpum þér að undirbúa jarðveginn. Þegar notendur eru í fyrsta sæti frá upphafi verður eftirleikurinn miklu auðveldari.

Skap­andi og framúr­skarandi fagfólk

Háar kröfur og faglegur metnaður

Við gerum miklar kröfur á okkur sjálf og þú mátt líka gera kröfur á okkur. Við erum fagfólk fram í fingurgóma og brennum fyrir að skapa virði fyrir þig og viðskiptavini þína.

Frumleg hugsun og hugmyndaauðgi

Vel heppnuð stafræn verkefni eru fyrst og fremst afleiðing af því þegar fólk með ólíkan bakgrunn kemur saman til að leysa vandamál. Við erum skapandi og uppfull af hugmyndum. Þú ert það líka.

Við erum breiður hópur: Hönnuðir, forritarar, verkefnastjórar og aðrir sérfræðingar á hinum ýmsu sviðum, allt frá sjálflærðu fólki yfir í doktora. Öll eigum við það sameiginlegt að vera metnaðarfull og forvitin og fylgjast vel með nýjungum í síbreytilegu umhverfi. Kunnátta okkar liggur á ýmsum sviðum.

Hönnun

  • Vefhönnun
  • Notendaupplifun
  • Hreyfihönnun
  • Viðmótshönnun
  • Upplifunarhönnun
  • Hönnunarsprettir
  • Frumgerðir
  • Hönnunarkerfi
  • Hönnunarsýn
  • Mörkun

Notendarannsóknir

  • Notendaferðalög
  • Samkeppnisgreining
  • Aðgengisúttektir
  • Aðgengishönnun
  • Gagnagreining
  • Kannanir
  • Notendaprófanir
  • Notendaviðtöl
  • Þjónustuhönnun

Ráðgjöf og þjálfun

  • Vefráðgjöf
  • Vinnustofur
  • Hönnunarsprettir
  • Breytingastjórnun
  • Stefnumótun
  • Verkefnastjórnun
  • Teymisþjálfun
  • Skýjaþróun og innviðir
  • Þróunarferlar
  • Hönnunarferlar

Forritun

  • Hraðaúttektir og hraðabestun
  • Rekstur og viðhald
  • Tæknileg ráðgjöf
  • Sjálfvirkar prófanir
  • Viðmót og útfærsla á hreyfihönnun
  • Hugbúnaðarþróun
  • Vefþróun
  • Bakendi
  • Framendi