Applausnir
Við höfum verið að þróa lausnir fyrir snjalltæki síðan í árdaga þeirra. Snjallsímar og spjaldtölvur eru í öllum vösum, veskjum og heimilum, og öpp hafa löngu slitið barnsskónum. Möguleikar appa til að bæta þjónustuupplifun eru hins vegar langt frá því að vera fullnýttir.
Betri þjónustuupplifun með appi
Troðnar eða ótroðnar slóðir?
Sum öpp eru búin til á stuttum tíma og breytast lítið. Önnur eru í sífelldri þróun til lengri tíma. Í mörgum verkefnum eru þarfir notenda fyrirséðar og sambærileg öpp í boði fyrir sambærilega þjónustu. Þá er hægt að einblína á að gera notendaupplifunina framúrskarandi, koma appinu hratt í loftið og sinna með litlu viðhaldi. Þegar verið er að fara ótroðnar slóðir og engin fyrirmynd til staðar þarf að kafa djúpt í nýsköpun og þróa vöruna skref fyrir skref, í lengri vegferð. Við mælum með þeirri nálgun sem hentar hverju sinni.
Þarf alltaf að vera app?
Þú kemst ekki nær notandanum en í gegnum app. Góð þumalputtaregla er að app getur stórbætt þjónustuupplifunina ef viðskiptavinir þínir þurfa á síendurtekinni þjónustu að halda. Eins skiptis skráningar í viðskipti og óregluleg þjónusta á hins vegar betur heima á vef. Eins og með allar stafrænar lausnir þá borgar sig alltaf að horfa á hvaða tilgangi lausnin á að þjóna og skoða alla möguleika í stöðunni áður en tekin er ákvörðun um hvað á að búa til.
Hvað gerum við?
- App þróað með vel skilgreinda virkni
- Fyrsta útgáfa sett í loftið
- Viðhald og uppfærslur
- Endurhönnun á öppum
Dæmigerð nálgun
Kjarni
- 1 hönnuður
- 2 forritarar
Stuðningur
- Verkefnisstjóri
- UX-sérfræðingur
Dæmigerð lengd verkefnis
- 4 mánuðir +
Áherslur
- Flóknari öpp eru unnin af vöruþróunarteymi
- Rannsóknar- og stefnumótunarvinna er framhlaðin
- Lágmarka umfang og einfalda til að flýta fyrir og spara kostnað
- Koma út appi hratt með vel skilgreindri virkni