Hönnun
Hönnun snýst ekki bara um að hlutir líti vel út. Fyrirtæki sem forgangsraða hönnun og láta hönnun virka fyrir fólk ná einfaldlega mesta árangrinum.
Góð hönnun er góður bisness
Hvað segja hörð vísindi um hönnun?
Samkvæmt rannsóknum ná fyrirtæki sem forgangsraða hönnun mun meiri árangri en þau sem ekki gera það. Hönnunardrifin fyrirtæki skiluðu 228% meiri hagnaði en samanburðarfyrirtæki (S&P 500) á 10 ára tímabili skv. gögnum Design Management Institute (2014). Tekjur vaxa 32% hraðar og arðsemi er 56% meiri hjá hönnunardrifnum fyrirtækjum skv. rannsókn McKinsey (2018).
Hönnun snýst ekki bara um ásýnd
Hönnun snýst ekki bara um að láta hluti líta vel út. Hönnun snýst um heildarupplifun og að hlutir virki fyrir fólk. Góð hönnun skiptir öllu máli fyrir notendaupplifun og skilar virði í formi aukinna viðskipta og hollustu.
Áferðin skiptir líka máli
Í dag er erfitt að vera fyrst á svæðið í stafrænni nálgun við viðskiptavini. Það þýðir að það hvernig þjónustunni er pakkað inn getur skipt höfuðmáli. Mörkun og stafræn ásýnd getur hjálpað vörumerkinu þínu að grípa athygli fólks og ná fram þeim hughrifum sem sóst er eftir.
Hvað gerum við?
- Viðmót fyrir vefi, öpp og aðrar stafrænar lausnir
- Mörkun, ásýnd og hönnunarstaðall
- Hönnunarstjórnun (e. creative direction) og stefnumótun
- Hönnunarkerfi
- Hönnunarsprettir
- Frumgerðir og notendaprófanir
- Greiningar og úttektir á hönnun, aðgengi og ferðalagi notanda
Dæmigerð nálgun
Kjarni
- 1+ hönnuður
Stuðningur
- Viðskiptastjóri
- UX-sérfræðingur
- Hönnunarteymi Kolibri
- Öll hönnun er upplýst með rannsóknum
- Breidd hönnunarteymis Kolibri nýtt með markvissri rýni og endurgjöf
- Reglulegar ítranir með viðskiptavini