Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum

Upplýsingavefurinn CO2.is er lifandi kynning á 150 aðgerðum Íslands í loftslagsmálum sem kynntar voru almenningi í júní 2024.

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið leiddi vinnuna við áætlunina sem var stór uppfærsla á fyrri áætlun frá 2020.

Kolibri hannaði og framleiddi vefinn, sem er aðgengileg framsetning á áætluninni fyrir almenning, fjölmiðla og sérfræðinga.

Áskorunin

Tími aðgerða er runninn upp

Ísland er aðili að Parísarsamkomulaginu og tekur þátt í sameiginlegu markmiði Evrópuríkja um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 55% fram til 2030. Til að ná þessum markmiðum þurfti að bæta verulega í aðgerðir miðað við fyrri áætlun frá 2020.

Á vettvangi umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins var farið í víðtækt samráð við sveitarfélög, atvinnulífið og félagasamtök á 2 ára tímabili á árunum 2022-2023. Niðurstaðan er metnaðarfull uppfærð áætlun með 150 vel skilgreindum aðgerðum og mælanlegum markmiðum.

Til að kynna áætlunina og upplýsa vel um hana næstu árin þurfti ráðuneytið vef sem er einfaldur í notkun, kemur vel út í öllum tækjum og sýnir nægilega mikið af upplýsingum til að svala þörf almennings, sérfræðinga og fjölmiðla um efnið.

No items found.
This image is required!
No items found.
No items found.
Hönnunin

Aðgerðirnar eru í fjórum kerfum sem hvert fékk sinn lit. Notast er við loftlagsmyndir af íslensku landslagi. Hægt er að staðsetja sig á vefnum eftir hversu „tætt“ ofangreind grafík er. Á efsta lagi í leiðarkerfinu má greina landslagið skýrar en það verður ógreinilegra þegar kafað er dýpra niður í smáatriði um aðgerðirnar.

No items found.
This image is required!
No items found.
No items found.
Hönnunin

Skýrar upplýsingar til framtíðar

Lagt er upp úr skýrri framsetningu og skipulagi, sem er skiljanlegt almenningi, fjölmiðlum og sérfræðingum. Ætlunin er að ná betri samstillingu um það sem þarf að gera til að ná markmiðum Íslands.

Kolibri hannaði aðgengilegt leiðarkerfi utan um tiltölulega flókið skipulag upplýsinga með töluvert af fagorðum, þar sem kemur skýrt fram hvaða aðgerðir stendur til að hrinda í framkvæmd og hvernig þær skiptast í mismunandi kerfi, flokka og undirflokka. Fyrir hverja aðgerð er undirstrikuð staða, tímalína og mælanlegt markmið um samdrátt í losun, sem svalar forvitni notenda.

No items found.
This image is required!
No items found.
No items found.
No items found.
This image is required!
No items found.
No items found.
Árangur

Saman einföldum við loftslagsaðgerðir

Viðurkenningar

Ummæli

Elín Björk Jónasdóttir
Skrifstofa stefnumótunar og innleiðingar
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Samstarfið við starfsfólk Kolibri hefur verið gefandi og skemmtilegt, og ekki síst árangursríkt. Öll samskipti og samvinna hafa verið til fyrirmyndar, starfsfólk lagði sig fram um að skilja flókin viðfangsefni og ferla aðgerðaáætlunar ásamt því að koma alltaf lausnamiðað til funda. Þá erum við mjög ánægð með þá alúð og þann metnað sem lagður var í alla hönnun vefsins og lokaafurðin vefur sem við erum ákaflega stolt af.

Mælingar