Tími aðgerða er runninn upp
Ísland er aðili að Parísarsamkomulaginu og tekur þátt í sameiginlegu markmiði Evrópuríkja um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 55% fram til 2030. Til að ná þessum markmiðum þurfti að bæta verulega í aðgerðir miðað við fyrri áætlun frá 2020.
Á vettvangi umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins var farið í víðtækt samráð við sveitarfélög, atvinnulífið og félagasamtök á 2 ára tímabili á árunum 2022-2023. Niðurstaðan er metnaðarfull uppfærð áætlun með 150 vel skilgreindum aðgerðum og mælanlegum markmiðum.
Til að kynna áætlunina og upplýsa vel um hana næstu árin þurfti ráðuneytið vef sem er einfaldur í notkun, kemur vel út í öllum tækjum og sýnir nægilega mikið af upplýsingum til að svala þörf almennings, sérfræðinga og fjölmiðla um efnið.


