Ánægja í starfi

Krefjandi en svo gefandi

Við erum stolt af því að það er ekki bara gaman hjá okkur heldur líka upplifir fólk valdeflingu, vöxt í starfi og brennandi áhuga.

Við höfum gert vikulegar nafnlausar starfsánægjumælingar í þó nokkur ár, lengst af með Peakon en við höfum notast við Moodup síðan í upphafi árs 2023. Hér fyrir neðan má skoða helstu tölur frá því í lok árs 2023.

Við klöppum okkur ekki bara á bakið þegar tölurnar líta vel út. Við tökum eftir því þegar eitthvað fer út af sporinu og bregðumst við með aðgerðum.

* Viðmið er meðaltal fyrirtækja í hugbúnaðarþróun og -þjónustu á sama tímabili í Moodup.

96
NPS (meðmælaskor)
54 er viðmið*
9,3
Starfsánægja
8,1 er viðmið*
9,3
Vöxtur í starfi
7,5 er viðmið*
9,5
Samsvörun
8,2 er viðmið*
9,3
Samskipti
8,1 er viðmið*
9,6
Samband við jafninga
8,5 er viðmið*

Við erum vinnustaður ársins 2023 á Íslandi hjá Great Place To Work™ og vottuð sem vinnustaður í fremstu röð hjá Moodup.

Great Place to Work™
2. sæti á Íslandi
Moodup
Vinnustaður í fremstu röð
Tilgangur Kolibri

Við þróum það besta í fólki og fyrirtækjum.

Allt sem við gerum mótast af forvitni, faglegum metnaði og róttækri teymisvinnu.

Kolibri var stofnað 2007 sem Sprettur. Fyrstu árin snerist þjónustan um Agile ráðgjöf og að kenna fyrirtækjum betra skipulag og teymisvinnu í hugbúnaðarþróun. Gera hana mannlegri, skemmtilegri og árangursríkari.

En skilvirkni og vinnugleði er til lítils án góðrar hönnunar, og úr varð að fyrirtækið sameinast hönnunarstofunni Form5 undir nafninu Kolibri árið 2014. Þannig runnu hugbúnaðarþróun í teymum, framsækinn kúltúr og metnaðarfull stafræn hönnun saman í eina öfluga heild.

Faglegur metnaður er lykilatriði hjá Kolibri. Við viljum skila af okkur vönduðum kóða, frábærum upplifunum, góðu aðgengi, og skila virði fyrir viðskiptavini okkar.

Samfélagslega leggjum við áherslu á jafnrétti, inngildingu og fjölbreytni, í orði og á borði. Við hugsum um umhverfið okkar og jörðina og tökum meðvitaðar ákvarðanir út frá því.