Stafræn bylting í dómskerfinu
Þögul bylting hefur átt sér stað í íslenska réttarvörslukerfinu síðan 2020. Allar stofnanir ákæruvaldsins (lögreglustjórar og saksóknarar), héraðsdómstólar, Landsréttur og verjendur sakborninga nýta í dag veflausn á vegum dómsmálaráðuneytisins, Réttarvörslugátt, til að skiptast með öruggum hætti á upplýsingum og eiga gagnasamskipti í tengslum við afgreiðslu á gæsluvarðhalds- og farbannskröfum og rannsóknarheimildum.
