m.is

Íslenskuvefurinn m.is fór í loftið haustið 2024. Vefurinn gerir orðabækur, gagnasöfn um íslensku og máltæknilausnir aðgengilegar á einum stað, á forsendum notenda málsins.

Kolibri sá um mótun og hönnun vefsins í samstarfi við menningar- og viðskiptaráðuneytið, en útfærsla var í höndum Árnastofnunar.

Áskorunin

Einföldum málið saman

Árnastofnun hefur um árabil þróað og haldið utan um tækniausnir og gagnasöfn sem styðja við notkun íslenskunnar. Þessar lausnir, t.d. orðabókin og beygingarlýsingin, hafa þróast í gegnum tíðina hver á sínum forsendum. Menningar- og viðskiptaráðuneytið tók höndum saman við Árnastofnun um að gera þessar lausnir aðgengilegar á einum stað til að auka veg íslenskunnar í stafrænum heimi.

No items found.
This image is required!
No items found.
No items found.
Stefnumótun og hönnun

Kolibri fór í vettvangsheimsóknir í grunn- og framhaldsskóla og kafaði ofan í þarfir nemenda og kennara. Fljótt kom í ljós að ungt fólk og fólk með íslensku sem annað mál leitar almennt ekki í öflugustu orðabækurnar eða gagnasöfnin um íslensku á netinu, Skýringuna var meðal annars að finna í fjölda mismunandi lausna, erfiðleika með að uppgötva þær og eldri hefðum í framsetningu niðurstaðna.

Í kjölfarið hannaði Kolibri vefviðmót með nýrri og ferskri mörkun, í þéttu samstarfi við sérfræðinga Árnastofnunar og ráðuneytisins. Mörkunin sækir innblástur í hefðbundnar orðabækur og sameinar við fagurfræðina í nútíma veflausnum. Viðmótið nýtir þann fjársjóð sem liggur í orðabókum og gagnasöfnum, en endurhugsar á sama tíma hvernig uppfletting á sér stað og upplýsingar eru settar fram.

No items found.
This image is required!
No items found.
No items found.
Þróunin

Árnastofnun sá um tæknilega útfærslu á vefnum og allar tengingar við gagnasöfn stofnunarinnar. Þróun var í nánu og stöðugu samstarfi við viðmótshönnuði Kolibri, sem sáu einnig um notendaprófanir. Vefurinn verður í stöðugri þróun og er tilbúinn fyrir áframhaldandi þróun á nýjum og núverandi undirliggjandi máltæknilausnum frá Árnastofnun og aðilum á markaði. Afraksturinn er lausn sem eykur veg íslenskunnar og einfaldar málið.

No items found.
This image is required!
No items found.
No items found.
No items found.
This image is required!
No items found.
No items found.

Viðurkenningar

Ummæli

Mælingar