Ótroðnar slóðir í sýndarheimi
Með EVE Frontier fetar CCP áður ótroðnar slóðir og notar umtalaða tækni á nýjan og frumlegan hátt. Öll verðmæti í leiknum eru NFT eða óútskiptanlegir rafrænir hlutir (e. non-fungible token) og gjaldmiðill leiksins er rafmynt. EVE Vault gefur yfirsýn yfir stöðu og viðskipti með svipuðum hætti og heimabanki. Viðskipti og eignarhald eru færð til bókar í bálkakeðju (e. blockchain).