CCP

EVE Frontier er nýr leikur frá íslenska tölvuleikjarisanum CCP. Spilarar vakna í fjarlægri framtíð þar sem heimurinn er í rúst. Markmiðið í leiknum er að lifa af og dafna, bæði með samvinnu og baráttu við aðra spilara.

Kolibri tók þátt í þróun leiksins og fékk það verkefni að þróa EVE Vault, veski í vef- og appviðmóti sem gerir spilurum kleift að eiga viðskipti með hluti í leiknum.

Áskorunin

Ótroðnar slóðir í sýndarheimi

Með EVE Frontier fetar CCP áður ótroðnar slóðir og notar umtalaða tækni á nýjan og frumlegan hátt. Öll verðmæti í leiknum eru NFT eða óútskiptanlegir rafrænir hlutir (e. non-fungible token) og gjaldmiðill leiksins er rafmynt. EVE Vault gefur yfirsýn yfir stöðu og viðskipti með svipuðum hætti og heimabanki. Viðskipti og eignarhald eru færð til bókar í bálkakeðju (e. blockchain).

No items found.
This image is required!
No items found.
No items found.
Samstarfið

CCP þurfti að hanna og þróa viðmót fyrir viðskipti með hluti í leiknum á sömu tímalínu og leikurinn sjálfur. Spilarar þurftu að geta átt viðskipti bæði innan og utan leiks.

CCP ákvað að fá í verkið samhent vöruþróunarteymi frá Kolibri. Teymið þurfti ekki að vera með sérþekkingu á tölvuleikjagerð heldur gat einblínt á væntingar notenda til EVE Vault og undirliggjandi tækni. Teymið vann skipulega og markvisst að þróun á einfaldri útgáfu veskisins, og betrumbætti það svo eftir hverja prófun (e. playtest) á leiknum.

No items found.
This image is required!
No items found.
No items found.
Viðmótið

Viðmótið er þróað sem app fyrir iOS og Android, ásamt lausn í formi Chrome viðbótar sem hægt er að nýta innan og utan leiksins. Viðmótið byggir á lausninni OneKey sem er opinn hugbúnaður. Kolibri og CCP gjörbreyttu ásýnd og viðmótsflæði upprunalegu lausnarinnar til að styðja við markmið og upplifun spilara í EVE Frontier.

Hönnun er notendavæn og aðgengileg, gerir viðskipti með tæknilega flóknar vörur einföld, og fléttar hughrifum leiksins inn í smekklega hannað viðmót.

No items found.
This image is required!
No items found.
No items found.
No items found.
This image is required!
No items found.
No items found.

Viðurkenningar

Ummæli

Sæmundur Hermannsson
Game Director
CCP Games

Kolibri komu inn og byrjuðu að vinna að verðmætum verkefnum strax frá fyrsta degi. Með því að vinna með Kolibri færðu „plug and play“ gæða hugbúnaðarteymi með öllu sem til þarf. Ekki nóg með að fá góða vöruþróun strax heldur þá smitar kúltúrinn, vinnuferlarnir og þráhyggjan fyrir góðri hönnun frá sér yfir í restina af fyrirtækinu. Það var heiður að fá að vinna með Kolibri.

Mælingar