Fjársjóður íslenskrar myndlistar
Með nýjum vef Listasafns Íslands er hulunni svipt af einstöku safni af íslenskri myndlist og fólk boðið velkomið. Gott aðgengi er að upplýsingum um starfsemina í húsakynnum safnsins, sem er á þremur stöðum í Reykjavík. Sérstök áhersla er lögð á að sýna að starfsemin nær langt umfram hefðbundið sýningahald. Notendur vefsins fá að kynnast söfnun myndlistar, metnaðarfullri fræðslu og rannsóknastarfi.
Samstarfsaðilar okkar og Listasafnsins í verkefninu voru Greipur Gíslason, Bergur Ebbi og E&co.