Sólstöður

Sólstöður eru íslensk vinnumiðlun sem sérhæfir sig í að fá erlenda hjúkrunarfræðinga til starfa á Íslandi. Með því er tekið á aukinni þörf fyrir menntað heilbrigðisstarfsfólk samhliða vaxandi eftirspurn eftir heilbrigðisþjónustu.

Kolibri hannaði og framleiddi einfaldan vef fyrir Sólstöður sem fór í loftið í ársbyrjun 2025. Vefurinn hefur það að markmiði að koma Sólstöðum á kortið hjá erlendum hjúkrunarfræðingum og íslenskum heilbrigðisstofnunum.

Áskorunin

Ný tækifæri í heilbrigðisþjónustu

Sólstöður vantaði bæði vörumerki og heimili á vefnum með upplýsingum fyrir viðskiptavini, almenning og fjölmiðla. Kolibri hannaði ásýnd vörumerkis og vefs. Myndmerkið er skírskotun í nafn félagsins og merkingu þess, en sólstöður eru táknræn tímamót líkt og þegar fólk hefur nýtt líf í nýju landi. Einnig er mikið lagt upp úr mjúkum formum, vingjarnlegheitum og hlýju með litunum, ásýndinni og myndlýsingunum.

No items found.
This image is required!
No items found.
No items found.
No items found.
This image is required!
No items found.
No items found.
Markmiðið

Meginmarkmið vefsins er að kynna þjónustu Sólstaða fyrir erlendum hjúkrunarfræðingum sem hafa áhuga á að færa sig um set, og íslenskum heilbrigðisstofnunum sem vantar starfsfólk. Niðurstaðan var að setja góðar upplýsingar fram í hnitmiðuðum og læsilegum texta. Lagt var upp með að íslenska hliðin yrði eingöngu fyrir heilbrigðisstofnanir og enska hliðin eingöngu fyrir hjúkrunarfræðinga.

No items found.
This image is required!
No items found.
No items found.
Myndskreytingar

Myndskreytingar Ásdísar Hönnu eiga ríkan þátt í einstakri ásýnd vefsins og vörumerkisins. Leitast er við að endurspegla fjölbreytni, samkennd sem og gefa innsýn í starf hjúkrunarfræðinga á Íslandi.

No items found.
This image is required!
No items found.
No items found.
Árangur

Brúum bilið saman

Viðurkenningar

Ummæli

Einar Örn Ævarsson
Framkvæmdastjóri
Sólstöður

Sólstöður var félag sem í raun var enn að móta sinn tilgang og ásýnd þegar við settum okkur í samband við Kolibri um að hanna vef. Við höfðum þá ekkert sérstaklega afmarkaða sýn eða skýrar hugmyndir um hvað við vildum. En starfsmenn Kolibri voru fljótir að átta sig á hvað vefurinn ætti að segja eftir nokkrar vinnustofur. Afraksturinn er vefur sem er miklu betri en við þorðum að vona og talar beint inn í okkar tilgang. Vinnan einkenndist af fagmennsku og skilningi á okkar þörfum og væntingum. Undirbúningsvinna var öll til fyrirmyndar. Ég mæli  heilshugar með Kolibri.

Mælingar