Ný tækifæri í heilbrigðisþjónustu
Sólstöður vantaði bæði vörumerki og heimili á vefnum með upplýsingum fyrir viðskiptavini, almenning og fjölmiðla. Kolibri hannaði ásýnd vörumerkis og vefs. Myndmerkið er skírskotun í nafn félagsins og merkingu þess, en sólstöður eru táknræn tímamót líkt og þegar fólk hefur nýtt líf í nýju landi. Einnig er mikið lagt upp úr mjúkum formum, vingjarnlegheitum og hlýju með litunum, ásýndinni og myndlýsingunum.




