Meiri velferð og minna vesen
Það þykir sjálfsagt í dag í mörgum sveitarfélögum, en þótti ekki áður. Umsækjendur um fjárhagsaðstoð, sem er oft síðasta úrræðið í velferðarkerfinu, þurfa ekki að eyða tíma eða orku í að skilja hver þjónustan er og hvernig hún virkar. Þau þurfa ekki að kvíða fyrir heimsókninni á þjónustumiðstöð eða samtalinu við þjónustufulltrúann. Nú skráir umsækjandi sig einfaldlega inn með rafrænum skilríkjum og svarar nokkrum spurningum. Eftir það er birt skýr sýn um stöðu og framvindu umsóknarinnar.


