Umhyggja alla leið
Kolibri hannaði ásýnd og nýtt vörumerki í samvinnu við Sóltún. Á hjúkrunarheimilum Sóltúns rýkir umhyggja og hlýja sem smitast yfir í rödd, litapallettu, merki og leturval.
Hugmyndin á bak við merkið er „margar hendur vinna létt verk“ - að túlka samvinnu á abstrakt hátt. Ytri formin tákna manneskjur sem haldast í hendur í hring. Hringformið er kjarni málsins og öll hjálpast þau að við að leysa það.




