Persónulegri þjónusta fyrir ferðalagið
Kiwi.com appið tengir annars ótengd flug fyrir betra verð. Fólk sem hefur sótt appið þekkir Kiwi.com vegna fyrri viðskipta, orðspors, eða eftir að hafa séð kynningu á því í App Store. Í App Store eru skjáskotin hönnuð sem kynningarflekar þar sem þessum helstu upplýsingum var flaggað.
Eftir að notendur náðu í appið fengu þau upp aðlögunarferli af hefðbundinni sort þar sem flett er í gegnum statíska auglýsingafleka, og fengu þar í raun bara endurtekningu á sömu upplýsingum og á App Store. Þannig var verið að missa af mikilvægu tækifæri til að koma fólki betur inn í þjónustuna.


